Fyrirspurnir v. fjáfestinga

Netfang

fjarfestingar@laxey.is

Atvinnuumsókn

Netfang

job@laxey.is

Almennar fyrirspurnir

Netfang

info@laxey.is

Vinna við borholurnar út í Viðlagafjöru heldur áfram . Tilgangur borholanna er að veita LAXEY jarðsjó fyrir áframeldið. Það er Árni ehf. sér um að bora holurnar fyrir LAXEY, en samningur var gerður við Árna ehf. 4. maí 2023.    

Undanfarna vikur og mánuði hafa menn frá Árni ehf. verið að út í Viðlagafjöru bæði við undirbúning og að bora holurnar. Borholurnar verða með tvenns konar dýpi. Annars vegar 140 metra dýpi þar sem sjór úr þeim verða notaðar til varmaskipta og hins vegar 36 metra dýpi, en úr þeim holum verður sjór notaður í tankana. Borholurnar hafa 711 mm þvermál og er það með þeim breiðustu sem hafa verið boraðar í þessum tilgangi á landinu. Árni ehf. er með einstakar borvél til verksins til að tryggja að verkið skili réttum árangri og á réttum tíma.  

Árni ehf. notar RC bor og er hann eini sinni tegundar á landinu. RC stendur fyrir Reverse Circulation, sem á íslensku væri öfug hringrásar borun. Borin er tegund af höggbor sem notar þjappað loft til að skola efnisburði úr borholunni á öruggan og skilvirkan hátt. Það tekur Árni ehf. og hans teymi um 5 daga að bora 36 metra holurnar. Þar sem mesti tíminn fer í undirbúning og að sjóða saman járnrörin sem mynda heildar rörið sem fer í holuna. Fyrir 36 metra holurnar þarf 3 hluta af stálröri til að sjóða saman, hvert rör er 12 metrar á lengd. 

Helsta ástæðan fyrir því að taka sjó úr borholum er sú að sjórinn hefur ekki verið í snertingu við aðrar sjávarlífverur og er jafnframt heitari. Hiti á sjó og vatni er einmitt einn af þeim lykilþáttum sem hafa áhrif á vöxt seiða og laxa. Áður en sjórinn er settur í tankana er hann að sjálfsögðu hreinsaður til að tryggja bestu mögulegu vaxtarskilyrði fyrir laxinn en sjórinn er einnig hreinsaður áður en honum er skilað. Hreinn sjór í tankana og hreinn sjór úr tönkunum. 

Fyrir fyrsta áfanga þarf 13 borholur, tvær sem hafa dýpi uppá 140 metra og 11 sem hafa 36 metra dýpi.