Fyrirspurnir v. fjáfestinga

Netfang

fjarfestingar@laxey.is

Atvinnuumsókn

Netfang

job@laxey.is

Almennar fyrirspurnir

Netfang

info@laxey.is

LAXEY

Sjálfbært og umhverfisvænt fiskeldi á landi

LAXEY

LAXEY mun starfrækja fiskeldisstöðvar á landi í Vestmannaeyjum.  Seiðaeldisstöð í Botni Friðarhafnar sem mun framleiða 4 milljónir laxaseiða á ári og matfiskaeldisstöð í Viðlagafjöru sem mun framleiða 32 þús. tonn af laxi á ári.  Fiskeldi hefur um langt skeið verið sú grein innan matvælaiðnaðarins sem vex hraðast.

Aukning fólksfjölda á heimsvísu og batnandi lífsgæði hafa gert að verkum að eftirspurn eftir laxi hefur aukist hraðar en framboð.  Gæði afurða úr eldislaxi eru mikil og er hann vinsæl matvara víða um heim.  Matfiskastöðin í Viðlagafjöru mun framleiða hágæða matvöru með hreinni umhverfisvænni orku í hreinum sjó við hagstæðar aðstæður en sjávarhiti í Vestmannaeyjum er sá hæsti umhverfis Ísland.  Affall verður hreinsað frá stöðinni og úrgangur nýttur til landgræðslu og áburðarframleiðslu. Seiði verða bólusett og engin lyf verða notuð í eldinu. Með því verður sköpuð náttúruleg hágæða matvarameð sjálfbærum hætti.

umhverfisvæntsjálfbærtengin lyf 

Fréttir af starfseminni

Fyrstu nemarnir

Fyrstu nemarnir

Fyrstu nemarnir sem koma til LAXEY í starfsnám.Róbert Aron og Helga Stella eru frá Vestmannaeyjum og stunda nám við fiskeldisfræði í Háskólanum á Hólum. Þau eru núna komin til LAXEY í starfsnám og verða hjá okkur í sumar. Það er ánægjulegt að ungt fólk sjái...

Spennistöðin tengd !

Spennistöðin tengd !

Spennustöðin er tengd.  Það gleður okkur að tilkynna að núna er Viðlagafjara tengd raforkukerfi landsins. Hallgrímur Steinsson fékk heiðurinn að gangsetja spennustöðina sem er hönnuð með tilliti til rekstraröryggis í langtímarekstri.  Með því að tengjast raforkukerfi...

Forstöðumaður fiskeldis

Forstöðumaður fiskeldis

LAXEY hefur ráðið Rustan Lindquist sem Forstöðumann fiskeldis hjá LAXEY.  Rustan mun hefja störf 1. september en mun þangað til verða í ráðgjafar hlutverki varðandi tæknilega hönnun og áætlanir. Þekking og reynsla sem Rustan hefur á sviði fiskeldis mun hjálpa LAXEY...

Kynningarmyndband

Stefnt er á byggingu 32.000 tonna á ári fiskeldisstöðvar fyrir lax

Það þýðir að yfir 100 bein ný störf gætu orðið til í Vestmannaeyjum, auk fjölda óbeinna starfa.