LAXEY
Sjálfbært og umhverfisvænt fiskeldi á landi
LAXEY
LAXEY mun starfrækja fiskeldisstöðvar á landi í Vestmannaeyjum. Seiðaeldisstöð í Botni Friðarhafnar sem mun framleiða 4 milljónir laxaseiða á ári og matfiskaeldisstöð í Viðlagafjöru sem mun framleiða 32 þús. tonn af laxi á ári. Fiskeldi hefur um langt skeið verið sú grein innan matvælaiðnaðarins sem vex hraðast.
Aukning fólksfjölda á heimsvísu og batnandi lífsgæði hafa gert að verkum að eftirspurn eftir laxi hefur aukist hraðar en framboð. Gæði afurða úr eldislaxi eru mikil og er hann vinsæl matvara víða um heim. Matfiskastöðin í Viðlagafjöru mun framleiða hágæða matvöru með hreinni umhverfisvænni orku í hreinum sjó við hagstæðar aðstæður en sjávarhiti í Vestmannaeyjum er sá hæsti umhverfis Ísland. Affall verður hreinsað frá stöðinni og úrgangur nýttur til landgræðslu og áburðarframleiðslu. Seiði verða bólusett og engin lyf verða notuð í eldinu. Með því verður sköpuð náttúruleg hágæða matvarameð sjálfbærum hætti.
umhverfisvænt – sjálfbært – engin lyf notuð
Fréttir af starfseminni
LAXEY í Vestmannaeyjum lýkur 6 milljarða hlutafjáraukningu
Landeldi á laxi með 32 þúsund tonna framleiðslugetu Seiðaframleiðsla hefst í nóvember 2023, fyrsta slátrun 2025 Verkefnið skapar yfir 100 bein störf og fjölmörg óbein störf Vestmannaeyjum 14.09. 2023.Landeldisfyrirtækið LAXEY, áður Icelandic Land Farmed Salmon, í...
Nýtt nafn og kennimark
Landeldisfyrirtækinu ILFS hefur verið valið nýtt heiti, LAXEY. Nafnið skýrir sig sjálft en orðhlutinn EY vísar að sjálfsögðu til Eyja og Heimaeyjar. Laxey skírskotar líka til þess að verkefnið mun renna enn styrkari stoðum undir atvinnu- og mannlíf Í Eyjum. Hlutverk...
Þessa dagana erum við að steypa upp Biofiltera (lífsíur) fyrir RAS2 og RAS3.
RAS (Recirculating Aquaculture System) kerfið í seiðastöðinni nýtir lífsíur til að hreinsa vatn stöðvarinnar fyrir endurnýtingu en úrgangur sem myndast í ferlinu er hreinsaður úr í fráveitukerfi stöðvarinnar og nýtist til landgræðslu og endurheimtar á gróðurþekju, til...