LAXEY
Sjálfbært og umhverfisvænt fiskeldi á landi
LAXEY
Laxey er að þróa landeldi á Vestmannaeyjum með það að markmiði að framleiða 32.000 tonn af Atlantshafslaxi árlega.
Með fullbúna RAS seiðaeldisstöð og matfiskastöð sem notar blandað gegnumstreymi í áframeldi, sem tryggir allt að 70% endurnýtingu vatns, leggjum við áherslu á sjálfbærni og velferð fiska. Við notum hreina orku og stöðugt sjávarvatn úr borholum, sem eykur líföryggi og tryggir hágæða framleiðslu án sýklalyfja. Við höldum áfram að byggja upp ábyrgt, skilvirkt og sjálfbært landeldi.
umhverfisvænt – sjálfbært – engin lyf
Fréttir af starfseminni
Fjórði flutningur í startfóðrun
Fjórði flutningurinn á seiðum gekk snurðulaust fyrir sig Í vikunni fór fram fjórði flutningurinn á seiðum frá klakstöð yfir í upphafsfóðrun (RAS 1). Þessi áfangi er mikilvægur hluti af vaxtarferli seiðanna og markar enn einn áfangann í farsælli uppbyggingu eldisins....
Sigurður Arnar Magnússon ráðinn til Laxey
Laxey hefur ráðið Sigurð Arnar Magnússon í starf verkefnastjóra á framkvæmdasviði. Sigurður Arnar, sem er uppalinn í Vestmannaeyjum, lauk nýverið MS-gráðu í iðnaðar- og kerfisverkfræði frá The Ohio State University með áherslu á aðfangakeðjustjórnun og...
Fréttatilkynning: LAXEY og Marel skrifa undir samning um vinnslu- og hugbúnað fyrir landeldisstöð í Vestmanneyjum
LAXEY og Marel hafa skrifað undir samning um afhendingu á Marel vinnslu- og hugbúnaði fyrir væntanlegt sláturhús LAXEY fyrir landeldislax. Með samningnum tekur LAXEY stórt skref en fyrirtækið stefnir á að framleiða 32 þúsund tonn af laxi á ári. Byggð hefur verið...