Fyrirspurnir v. fjáfestinga

Netfang

fjarfestingar@laxey.is

Atvinnuumsókn

Netfang

job@laxey.is

Almennar fyrirspurnir

Netfang

info@laxey.is

Fyrstu fjármögnunarlotu Laxey, sem lauk í júlí 2023, tókst einstaklega vel og náði félagið þeim markmiðum sem að var stefnt. Samhliða sölu hlutafjár óskuð allir eigendur breytanlegra skuldabréfa að breyta skuldabréfum sínum í hlutabréf. Fyrir hlutafjáraukningu var einn hluthafi í félaginu er nú 22. Unnið er að frekari fjármögnun á vegum félagsins.

Upplýsingar fyrir fjárfesta

Stofnun félagsins og þróun verkefnisins hefur staðið yfir samfellt frá byrjun árs 2019. Lögð hefur verið áhersla á frá stofnun upprunalegs þróunarfélags, Sjálfbært fiskeldi í Eyjum ehf., að byggja upp verkefnið þ.a. gögn sem lögð verða fyrir tilvonandi fjárfesta séu unnin af fagmennsku af færum sérfræðingum hver á sínu sviði. Einnig með að leiðarljósi að vinna verkefnið í samráði við hagsmunaaðila og samfélagið í Vestmannaeyjum

Fram undan er langt tímabil uppbyggingar og vonast stofnendur til að fjárfestar í nærsamfélaginu í Vestmannaeyjum og víðar kynni sér vel áform félagsins og velji að taka þátt í uppbyggingunni

 • Umhverfismat fyrir framkvæmdina hefur verið unnið af Eflu hf., öflugasta ráðgjafafyrirtæki á Íslandi á sínu sviði.  Engar alvarlegar athugasemdir hafa verið gerðar við áform félagsins.
 • Valið var öflugasta félag í byggingu RAS stöðva til að tryggja lágmarks vatnsnotkun seiðastöðvar og tryggja að félagið valdi ekki röskun á vatnsmálum í Vestmannaeyjum.
 • Unnið hefur verið með orkufyrirtækjum og fyrirtækjum sem eru hluti af raforkuöflun félagsins til að tryggja að nægir innviðir séu til staðar og starfsemin verði tryggð með tilliti til orkumála. Einungis græn orka verður notuð.
 • Mikil vinna hefur verið unnin til að velja öflugar lausnir sem hafa langa reynslu í samstarfi við bestu birgja fyrir hönnunina fyrir landeldið í Viðlagafjöru. Hönnunarforsendur teymisins sem hefur unnið hönnunina eru:
 • Áreiðanleiki
 • Líföryggi
 • Vatnsgæði
 • Stöðugt vaxtarumhverfi
 • Sjálfvirkni
 • Skilyrði fyrir laxeldi á landi í Vestmannaeyjum eru einstök. Aðstæður á byggingastað eru mjög hagstæðar- , sjótaka er við hliðina á eldiskerjum, aðgengi að sjávarauðlind við afar hagstætt hitastig og öflugt þekkingarsamfélag í Vestmannaeyjum.
 • Allur fiskur verður fluttur með skipum á markaði og eru Vestmanneyjar afar vel staðsettar m.t.t. flutninga til Evrópu og N. Ameríku.