Fyrirspurnir v. fjáfestinga

Netfang

fjarfestingar@laxey.is

Atvinnuumsókn

Netfang

job@laxey.is

Almennar fyrirspurnir

Netfang

info@laxey.is

Stefnt er á byggingu fiskeldisstöðvar sem getur framleitt 32.000 tonn af laxi á ári.

Markmiðið

Stefnt er á byggingu fiskeldisstöðvar sem getur framleitt 32.000 tonn af laxi á ári. Við það geta myndast yfir 100 bein ný störf í Vestmannaeyjum, auk fjölda óbeinna starfa.

Laxey mun vera með seiðastöð í Friðarhöfn sem mun notast við RAS kerfi. Áframeldið mun notast við gegnumstreymiskerfi með um 65% endurnýtingu þar sem hreinum sjó er dælt upp í gegnum stöðina og hreinsaður áður en honum er skilað aftur til sjávar.

Valinn hefur verið staður í Viðlagafjöru á Heimaey.
Sjávarhiti við Vestmannaeyjar er mjög hagstæður sem er mikilvægt upp á góðan vaxtarhraða og góða afkomu rekstrarins. 

Framgangur verkefnis

Unnið hefur verið að verkefninu frá 2018. Umhverfismatsskýrsla verkefnisins var unnin í samstarfi við verkfræðistofuna EFLU og fleiri aðila.

 

Framkvæmdir í Viðlagafjöru hófust 2023 og genga framkvæmdir mjög vel. Gert ráð fyrir að seiði í áframeldið verði tilbúin haust 2024.

 

Hér má sjá myndband af framkvæmdum frá árinu 2023.

Sjálfbærni

Kröfur um að matvæli séu framleidd með ábyrgum hætti aukast stöðugt.  Náttúran skal njóta vafans og ekki skal skerða möguleika komandi kynslóða.

 

Fyrirtækið er sett upp á þann hátt að áhrif þess á umhverfið verði í algjöru lágmarki og framleiðslan verður í samræmi við ströngustu staðla. Til framleiðslunnar verður notuð raforka framleidd án losunar koltvísýrings, hliðarstraumar svo sem mykja frá fiskinum verður notuð til landgræðslu og áburðargerðar.

Framleiðslan

Framleidd verða 27.000 tonn af HOG (head on gutted) laxi (Salmo salar). Framleiðslan verður slægð og pökkuð í húsnæði í Viðlagafjöru. Framleitt verður eftir ASC staðli um ábyrga fiskeldisframleiðslu.

 

Með stýrðum aðstæðum og hágæða fóðri er stefnt að því að framleiða hágæða vöru sem verður eftirsótt á mörkuðum.

Samvinna

Félagið vinnur í sameiningu með ráðgjöfum, birgjum og sölufólki á laxi að undirbúa starfsemi félagsins. Reiknað er með að fyrsti lax í sláturstærð verði tilbúinn undir lok árs 2025

Ávinningur frá úrgangi

Allur úrgangur frá fiskinum er hreinsaður úr fráveitu áður en hann rennur til sjávar. Vatn er skilið frá mykjunni áður en það er notað til áburðar eða landræktunar.

Þannig mun LAXEY tryggja að áburðurinn nýtist til að auka gróður á Heimaey sem myndaði hraunið sem stöðin er byggð á.

Það eru fleiri mögulegar hliðarverkefni sem þarf að skoða betur til þess að ná að fullnýta alla möguleika þess sem laxeldið getur skilað.