Fyrirspurnir v. fjáfestinga

Netfang

fjarfestingar@laxey.is

Atvinnuumsókn

Netfang

job@laxey.is

Almennar fyrirspurnir

Netfang

info@laxey.is

SAMFÉLAGIÐ

Fyrirtækið hyggst skapa öflugan vinnustað þar sem mikið verður lagt í að efla mannauð og liðsanda í félaginu. 

Fiskeldið og áhrif þess á atvinnulífið í Eyjum

Stofnun fiskeldisins mun hafa veruleg áhrif á atvinnulífið í Eyjum. Sé miðað við að 32.000 tonn af laxi verði framleidd á ári má reikna með að:

Félagið verði meðal allra stærstu fyrirtækja í Vestmannaeyjum

Fyrirtækið getur með beinum hætti skapað störf fyrir yfir 100 manns, auk fjölda óbeinna starfa

Mikil aukin umsvif verða í flutningum um höfnina í Vestmannaeyjum

Framkvæmdatímabil stöðvarinnar muni vara að minnsta kosti 6- 7 ár og fjölmörg iðnfyrirtæki munu koma að uppbyggingunni

Það eru mikil tækifæri til vaxtar enda mikil eftirspurn eftir hágæðamatvöru sem er framleidd með ábyrgum hætti.
Fyrirtækið hyggst skapa öflugan vinnustað þar sem mikið verður lagt í að efla mannauð og liðsanda í félaginu.

Starfsmenn verða hvattir til að sækja sér menntun í fiskeldi enda gæði starfseminnar drifin áfram af fólkinu sem mun annast fiskinn og sjá honum fyrir góðum vaxtarskilyrðum.

Með því að sameina frábær skilyrði í náttúrunni, samfélaginu og krafti fólksins í félaginu hyggjast stofnendur fyrirtækisins LAXEY byggja upp nýja stoð í atvinnulífi Vestmannaeyja inn í framtíðina.