Markmið verkefnisins er stofnun fiskeldisstöðvar á landi í Vestmannaeyjum fyrir 32.000 tonn á ári af laxi.
Starfsemi LAXEY
Fiskeldi hefur um langt skeið verið sú grein innan matvælaiðnaðarins sem vex hraðast. Aukning fólksfjölda á heimsvísu og batnandi lífsgæði hafa gert það að verkum að eftirspurn eftir laxi hefur aukist hraðar en framboð.
Gæði afurða úr eldislaxi eru orðin mikil og er hann vinsæl matvara víða um heim. Matfiskastöðin í Viðlagafjöru mun framleiða hágæða matvöru með hreinni umhverfisvænni orku í hreinum sjó við hagstæðar aðstæður en sjávarhiti í Vestmannaeyjum er sá hæsti umhverfis Ísland. Affall verður hreinsað frá stöðinni og úrgangur nýttur til áburðarframleiðslu. Seiði verða bólusett en engin lyf verða notuð í eldinu. Með því verður sköpuð náttúruleg hágæða matvara með sjálfbærum hætti.
Það er metnaður LAXEY að starfa í sátt við samfélag og náttúru og byggja upp frábæran vinnustað með besta fáanlega starfsfólki sem völ er á. Eldið er staðsett á norðaustanverðri Heimaey á svæði sem hefur verið nýtt sem jarðnáma. Svæðið er mikið raskað en ætlun félagsins er að hafa allt umhverfi eldisins til fyrirmyndar.

Stofnendur LAXEY

Lárus er verkfræðingur að mennt, hann hefur langa reynslu úr viðskiptalífinu á Íslandi fyrir Marel, Sjóvá og Icelandic Group. Hann var einnig um langt skeið stjórnandi í stórum verkefnum í þauleldi á kjúkling, rækju og fiski í Saudi-Arabíu.
Lárus Ásgeirsson
Stjórnarformaður

Daði hefur starfað í fiskvinnslu alla sína starfsævi, stofnandi í þrem sjávarútvegsfyrirtækjum í Vestmannaeyjum þar á meðal Leo Seafood, stórri vinnslu á hvítum fiski. Leo Seafood er bakhjarl þessa verkefnis.
Daði Pálsson
Framkvæmdarstjóri

Hallgrímur er vélstjóri og með BS í líftækni. Hann er framkvæmdastjóri þurrkverksmiðjunnar Löngu í Vestmannaeyjum en var áður vélstjóri á uppsjávarfiskiskipum í Vestmannaeyjum.
Hallgrímur Steinsson
Rekstrarstjóri