Fyrirspurnir v. fjáfestinga

Netfang

fjarfestingar@laxey.is

Atvinnuumsókn

Netfang

job@laxey.is

Almennar fyrirspurnir

Netfang

info@laxey.is

Umhverfismál og dýravelferð

LAXEY vill vera þátttakandi í að nýta hafið og auðlindir þess á sjálfbæran hátt í því skyni að stuðla að sjálfbærri þróun.

Umhverfið og velferð skiptir okkur máli

Það er mikilvægt markmið félagsins að starfsemi þess sé eins sjálfbær og nokkur kostur er á. Sjálfbærni felur í sér að starfsemin muni ekki rýra tækifæri komandi kynslóða til þess að njóta auðlinda og náttúru á jörðinni. Laxeldi á landi fellur mjög vel að slíkri sýn en í samanburði við margar aðrar gerðir af framleiðslu dýraprótíns skarar laxeldi fram úr á margan hátt:

  • Laxeldi krefst mjög lítils ferskvatns á hvert kg framleitt.  Zero Water Concept lausn í seiðastöð lágmarkar vatnsnotkun LAXEY eins mikið og besta tækni í dag býður upp á.
  • Laxeldi á landi hámarkar aðbúnað fisksins og lágmarkar streitu í fiskinum til að hámarka vöxt hans.  Við bestu aðstæður eru dauðsföll lágmörkuð og nýting á fóðri betri en í öðrum sambærilegum dýraprótínum.  Um 1 kg af fóðri þarf til að framleiða 1 kg af laxi.
  • Með því að hafa lokuð eldiskerfi í hverjum tank eru líkur á stórum dauðsföllum af völdum sjúkdóma mjög lágmarkaðar en jarðsjór sem er notaður til eldisins á að vera öruggur með tilliti til þess að bera sjúkdóma eða sníkjudýr inn í stöðina.  Fiskurinn er bólusettur í seiðaeldi félagsins og ræktaður upp í hóflegan þéttleika.
  • Eingöngu raforka sem er framleidd með grænum orkugjöfum (vatnsafl og jarðhiti framleiða nánast alla raforku á Íslandi) verður notuð til framleiðslunnar.
  • Staðsetning Íslands með mögulega skipaflutninga til Evrópu og Bandaríkjanna mun lækka kolefnisfótspor framleiðslunnar og hefur LAXEY metnað til að lágmarka fótspor framleiðslu sinnar eftir fremsta megni inn í framtíðina.
  • Þar sem kerin með fiskinum eru staðsett á landi, er útilokað að fiskur sleppi úr stöðinni og blandist við villta laxastofna.
  • Allur úrgangur frá fiskinum er hreinsaður úr fráveitunni áður en hann rennur til sjávar.  Vatn er skilið frá mykjunni áður en hún er nýtt til áburðargerðar eða landgræðslu.  Á þennan hátt mun LAXEY tryggja að mykjan muni nýtast til að auka gróðurþekju meðal annars á Heimaey í Eldfellinu sem skapaði hraunið sem stöðin er reist á.

Það eru mörg tækifæri enn fremur til að nýta hliðarstrauma úr fiskeldinu til eflingar á hringrásarhagkerfi en nýting mykjunnar er fyrsta dæmið um slíkt.  Mörg tækifæri munu koma í kjölfarið þegar fiskeldisstöðin er komin í gang og er LAXEY áhugasamt um frekari nýtingu sem leiðir af rekstri fyrirtækisins.