Fyrirspurnir v. fjáfestinga

Netfang

fjarfestingar@laxey.is

Atvinnuumsókn

Netfang

job@laxey.is

Almennar fyrirspurnir

Netfang

info@laxey.is

Hörður Orri Grettisson hefur verið ráðinn sem fjármálastjóri LAXEY.

Hörður Orri er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum, hann útskrifaðist með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur einnig lokið meistaragráðu í hagfræði frá Viðskiptaháskólanum í Árósum. Hann hefur víðtæka reynslu af stjórnunarstörfum og hefur m.a. starfað hjá Ísfélagi Vestmannaeyja sem forstöðumaður hagdeildar, framkvæmdastjóri ÍBV íþróttafélags og nú síðast sem framkvæmdastjóri Herjólfs.

Hörður Orri mun hefja störf eftir að hann klárar uppsagnarfrest sinn við Herjólf. Við bjóðum hann velkomin í LAXEY teymið og hlökkum til samstarfsins.